logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Jól í skókassa

14/11/16
7. TH tók þátt í verkefninu jól í skókassa sem að KFUM og K stendur fyrir (http://kfum.is/skokassar/) og bjuggu til gjafir handa fátækum börnum í Úkraínu. Það var gaman að sjá gleðina og áhuga hjá þeim að safna saman í kassann sinn og margir skrifuðu bréf með og sumir sendu mynd af sér. Myndir eru á myndasíðu.
Meira ...

Fjölmiðlahópur á þemadögum

08/11/16
Á þemadögum Varmárskóla verður starfandi fjölmiðlahópur í eldri deild sem ætlar að skrifa fréttir af því sem er að gerast á þessum dögum. Flestar fréttirnar munu birtast inn á Facebook síðunni okkar -Varmárskóli. Endilega fylgist með þeim næstu daga.
Meira ...

Bræðrabikarinn til Varmárskóla

04/11/16Bræðrabikarinn til Varmárskóla
Í skólahlaupi UMSK er keppt um Bræðrabikarinn en þann bikar hlýtur sá skóli sem kemur með hlutfallslega flesta nemendur í hlaupið. Að þessu sinni var það Varmárskóli sem hlaut hann en 91% nemenda skólans í 4.-7. bekk tóku þátt í hlaupinu. Af því tilefni kom Valdimar Leó Friðriksson formaður UMSK til okkar og afhenti bikarinn. Myndir eru á myndasíðu. Til hamingju Varmárskóli!
Meira ...

Flottur föstudagur-Hrekkjavaka 4. ÁH

31/10/16Flottur föstudagur-Hrekkjavaka 4. ÁH
Það voru margar skrýtnar verur á sveimi hjá 4 ÁH í dag. Það voru m.a. trúður, svín, úlfar, bangsímon, uppvakningar, star wars karl. Allir voru sammála um að þetta væri skemmtilegur dagur. Myndir eru á myndasíðu.
Meira ...

3. SK Köngulær

28/10/163. SK Köngulær
Nemendur í 3. SK hafa í byrjendalæsi verið að vinna með bókina; Köngulær og fræðst heilmikið um kóngulær og gert fullt af skemmtilegum verkefnum tengt þeim. Á flottum föstudegi fögnuðu nemendur með því að skreyta stofuna með kóngulóm og kóngulóarvef sem og settu þeir upp köngulóarkórónur sem þeir höfðu verið að gera. Myndirnar tala sínu máli.
Meira ...

Bangsadagur 1. EDJ

28/10/16Bangsadagur 1. EDJ
1. EDJ var með bangsa-og náttfatadag á alþjóðlegum bangsadegi sem var fimmtudaginn 27. október. Myndir eru á myndasíðu.
Meira ...

Opið hús Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar - Tölvufíkn

26/10/16
Fyrsta opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 26. október kl. 20:00 í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Þorsteinn K. Jóhannsson fara yfir einkenni tölvufiknar, bæði andleg og líkamleg einkenni hjá börnum og unglingum en einnig verður farið yfir mismunandi gerði tölvufíknar og leiðir til lausna.
Meira ...

Vetrarfrí 20. og 21. október og starfsdagur 24. október

19/10/16
Vetrarfrí verður í Varmárskóla 20. - 21. október og mánudaginn 24. október verður starfsdagur. Skóli hefst aftur þriðjudaginn 25. október 2016.
Meira ...

2. bekkur í leikhús

19/10/16
Við vorum svo heppin að fá tilboð um að fara í Salinn í Kópavogi og sjá þar brúðuleikhús-Pétur og úlfinn. Krakkarnir kynntust þessari sögu og tónlistinni í Byrjendalæsi í 1. bekk. Allt gekk að óskum og allir skemmtu sér hið besta. Við tókum nokkrar myndir við þetta tækifæri sem sjá má á myndasíðunni.
Meira ...

Röskun á skóla- og frístundastarfi

19/10/16
Tilmæli um viðbrögð foreldra/forráðamanna barna í skólum og frístundastarfi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur veirð falið af sveitarfélögunum á svæðinu að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld.
Meira ...

Síða 42 af 86

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira