logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Jólaball eldri deildar 17. desember

14/12/15
Jólaball nemenda eldri deildar Varmárskóla verður fimmtudaginn 17. desember, klukkan 19:00– 22:00. Hefðbundinn skóladagur verður að morgni og fram eftir degi. Nemendur mæta stundvíslega klukkan 19:00 í stofur til umsjónarkennara. Hver bekkur snæðir saman í stofunum sínum og á svo sameiginlega jólastund. Nemendum er heimilt að koma með að hámarki ½ lítra af gosi og smákökur/sælgæti í hófi. Rétt er að taka fram að orkudrykkir eru bannaðir í skólanum. Þá munum við dansa í kringum jólatréð og vera með skemmtiatriði á sal í framhaldinu. Að lokum verður svo jóladiskó til klukkan 22:00. Munið að tilkynna forföll ef nemendur komast ekki á jólaskemmtunina. Við beinum líka þeim vinsamlegu tilmælum til ykkar að þið sækið börnin ykkar að jólaballi loknu. Skólahald hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 5. janúar 2015.
Meira ...

Jólatónleikar Skólakórs Varmárskóla.

10/12/15Jólatónleikar Skólakórs Varmárskóla.
Skólakór Varmárskóla verður með jólatónleika í sal Varmárskóla sunnudaginn 13. desember klukkan 17:00. Börn og unglingar á aldrinum 8 – 16 ára flytja fjölbreytt úrval jólalaga. Ásdís Arnalds syngur einsöng með kórnum. Hátíðleg stund á aðventunni.
Meira ...

Gjöf til barna landsins í tilefni af 60 ára afmæli Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness

08/12/15Gjöf til barna landsins í tilefni af 60 ára afmæli Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness
Verið velkomin í Varmárskóla í Mosfellsbæ hinn 10. desember 2015 kl. 13.00. Þann dag eru liðin 60 ár frá því Halldór Laxness veitti Nóbelsverðlaununum viðtöku. Af því tilefni mun Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands færa börnum landsins dagskrána "Þegar lífið knýr dyra – um börn á þröskuldi fullorðinsára í verkum Halldórs Laxness" að gjöf fyrir hönd Gljúfrasteins og Radda – samtaka um vandaðan upplestur og framsögn.
Meira ...

Röskun verður á starfi grunnskóla vegna veðurs í dag þriðjudag - English below

08/12/15Röskun verður á starfi grunnskóla vegna veðurs í dag þriðjudag - English below
Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag þriðjudag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks. Gera má ráð fyrir töfum á umferð, það getur því tekið lengri tíma að komast í skólann. Nánari upplýsingar eru á shs.is og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Foreldrar/forráðamenn sæki börnin sín fyrir kl. 16:00

07/12/15
Lýst hefur verið yfir óvissuástandi á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum höfuðborgarsvæðisins er ráðlagt að vera ekki á ferðinni eftir klukkan 17.00 í dag. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að sækja börn sín tímalega á leikskóla Mosfellsbæjar þ.e. ekki síðar en klukkan 16.00 til að starfsfólk skólanna komist örugglega heim. Sama gildir um frístundasel allra skólanna. Íþróttamiðstöðvum Lágafelli og Varmá verður lokað klukkan 16.00 og öllum íþróttaæfingum því aflýst í dag. Hljómsveitaræfing Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar fellur niður í dag. Kennslu í Listaskóla Mosfellsbæjar eftir klukkan 16.00 og tónleikum sem halda átti í Hlégarði seinnipartinn í dag er frestað. Upplýsingar um opnun skóla og íþróttamiðstöðva á morgun þriðjudag verða sendar út í kvöld. Íbúar eru hvattir til að hreinsa frá niðurföllum þar sem því verður við komið. Hafa skal samband við 112 ef neyðarástand skapast.
Meira ...

Slökkvilið í heimsókn

02/12/15Slökkvilið í heimsókn
3. bekkur fékk góða og gagnlega heimsókn á dögunum í tilefni af eldvarnarviku. Slökkviliðið mætti og fór í gegnum helstu brunahættur á heimilium og hvað best er að gera til að koma í veg fyrir bruna. Að því loknu var farið út og þar fengu nemendur að vita allt um sjúkra-og slökkvibíla. Nemendur fengu svo getraun með sér heim þar sem þau svara spurningum um brunavarnir og einnig vasaljós til að lýsa upp skammdegið. Myndir frá heimsókn eru á myndasíðu.
Meira ...

Opið hús hjá Skólaskrifstofu

25/11/15
Miðvikudaginn 25. nóvember er annað opna hús vetrarins og ætlar Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi frá Lausninni að fjalla um meðvirkni barna. Eru börn meðvirk? Hvernig þróast meðvirkni í uppvextinum og á hvaða hátt birtist hún þegar við verðum eldri?
Meira ...

Heimsókn menntamálaráðherra

18/11/15
Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson kom í heimsókn í Varmárskóla á degi íslenskrar tungu. Með honum í för voru starfsmenn ráðuneytis, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson og fleiri. Heimsóknin hófst með tónlist frá meðlimum í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í anddyri yngri deildar og síðan var haldið í hátíðarsal skólans. Þar tók við fiðluleikur og valin atriði úr báðum deildum frá því um morguninn. Skólakórinn leiddi söng milli atriða. Nemendur stóðu sig einstaklega vel og vönduðu sig. Að lokum lá í skoðunarferð í eldri deild þar sem kíkt var í kennslustundir. Þess má að lokum geta að á hátíðardagskrá dagsins á Bókasafni Mosfellsbæjar voru m.a. Anna Thelma Stefánsdóttir sem er nemandi í 10. bekk Varmárskóla og Þóra Björg Ingimundardóttir sem er fyrrverandi nemandi við skólann. Þær sungu báðar listavel.
Meira ...

Dagur íslenskrar tungu

17/11/15
16. nóvember er dagur íslenskrar tungu og fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Af því tilefni vorum við með skemmtun á sal í báðum húsum. Þar voru nemendur með fjölbreytt atriði s.s. ljóðalestur, söng og leik.
Meira ...

Bangsa-og náttfatadagur 4. bekkja

16/11/15
Föstudaginn 6. nóvember var bangsa- og náttfatadagur hjá 4. bekk í tilefni af hinum alþjóðlega bangsadegi sem var 27. október. Bangsarnir sem komu í heimsókn voru af ýmsum gerðum, stórir og smáir.
Meira ...

Síða 47 af 84

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira