logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Heimsókn í Krikaskóla - 4. bekkur

02/03/16Heimsókn í Krikaskóla - 4. bekkur
Föstudaginn 26. febrúar fóru nemendur í 4. bekk í heimsókn í Krikaskóla. Þessi heimsókn er liður í samstarfi skólanna,Brúum bilið, þar sem nemendur Krikaskóla verða í Varmárskóla í 5. bekk. Eins og sjá má á myndunum skemmtu sér allir konunglega
Meira ...

5. bekkir á Héraðsbóksafninu

02/03/165. bekkir á Héraðsbóksafninu
Bókasafn Mosfellsbæjar bauð 5. árgang í heimsókn að hitta rithöfund, að þessu sinni vísindamanninn Sævar Helgi Bragason. Hann sagði hópnum allt um himingeiminn og frá bók sinni um himininn. Nemendur voru mjög áhugasamir og höfðu um margt að spyrja. Afar fróðleg og skemmtileg heimsókn. Myndir
Meira ...

Námsaðstoð Rauða krossins

02/03/16Námsaðstoð Rauða krossins
Við viljum vekja athygli ykkar á Heilahristingi, heimanámsaðstoð sem sjálfboðaliðar Mosfellsbæjardeildar Rauða krossins bjóða upp á. Sjálfboðaliðarnir aðstoða börnin á mánudögum klukkan 15-17 í húsi deildarinnar, Þverholti 7. Öll börn eru velkomin en við viljum ekki síst benda foreldrum og kennurum barna með námsörðugleika og barna sem hafa íslensku sem annað tungumál að hér er upplagt tækifæri til þess að læra heima og fá aðstoð eftir þörfum. Það er létt og afslappað andrúmsloft og hver og einn fer á sínum hraða.
Meira ...

Harri í 3-ÞF vann í eldvarnargetraun slökkviliðsins

01/03/16Harri í 3-ÞF vann í eldvarnargetraun slökkviliðsins
Árleg getraun slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fór fram í desember.
Meira ...

Þorrablót 3. bekkja

22/02/16
Mörgum fannst lyktin skrýtin sem barst frá bekkjarstofum 3. bekkja í Varmárskóla sl. föstudag. Nemendur og kennarar slógu upp þorraveislu og þar sem allskyns þorramatur var í boði. Sumir tóku fyrir nefið meðan aðrir voru duglegir að smakka. Myndir eru myndasíðu.
Meira ...

Nemendur Listaskólans í heimsókn

22/02/16
Nemendur Listaskóla Mosfellsbæjar komu til okkar fyrir helgi og sungu og spiluðu á hljóðfæri. Þeir sem komu fram stóðu sig allir frábærlega og greinilegt að þarna eru verðandi listamenn á ferð.
Meira ...

Dansað gegn ofbeldi í Varmárskóla

22/02/16
Nemendur í eldri deildinni dönsuðu, sungu og brostu á sal á föstudaginn. UN Women á Íslandi stóð fyrir dansbyltingunni Milljarður rís um allt land föstudaginn, 19. febrúar. Í ár var dansinn tileinkaður konum á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börn sín. Við létum ekki okkar eftir liggja og risum gegn ofbeldi með dansinn að vopni. Það var einstaklega ánægjulegt að sjá yfir 300 nemendur sameinast í taktföstum dansi. En fulltrúar 10. bekkja leiddu dansinn og sáu um tónlistina og eiga hrós skilið fyrir fyrirmyndar framkomu. það sást líka svo greinilega að danskennslan í yngri deildinni skilar sér fullkomlega áfram. Starfsfólkið hafði á orði að þetta þyrfti að endurtaka - Svona samtakamáttur ber svo sannarlega vitni um jákvæðan og uppbyggjandi skólabrag þar sem eldri nemendur eru frábærar fyrirmyndir hinna yngri og allir eru með. Við viljum líka nota tækifærið og þakka þeim nemendum í 10. bekk, sem sáu um skemmtun á sal yngri deildar á öskudaginn, kærlega fyrir skemmtunina – Þið stóðuð ykkur einstaklega vel.
Meira ...

Lestrarátak- allir lesa!

12/02/16
Í næstu viku 15. - 19. febrúar mun fara fram lestrarátak í skólanum. Markmiðið er að allir nemendur lesi hljóðlestur í kjörbók 20 mínútur á dag. Nemendur geta fengið bækur að láni á bókasafni skólans en við hvetjum ykkur foreldra/forráðamenn til að finna áhugaverðar bækur með börnum ykkar og ræða við þau um innihaldið. Það skiptir máli að þau finni bækur sem þau ráða við og hafa áhuga á að lesa. Tíminn sem veittur er í lesturinn er mikilvæg yfirlýsing skólans um að lestur skipti miklu máli. Við lítum svo á að yndislestur auki við orðaforða, skilning, þekkingu og námsárangur nemenda. Lestur bókmennta er mikilvægur liður í almennri lestrarþjálfun og lestur stuðlar að betra valdi á máli, sem er mikilvægt í mannlegum samskiptum. Því hefur einnig verið haldið fram að bókmenntalestur sé mikilvægur liður í mótun sjálfsmyndar barna og unglinga. Í bókmenntum leita ungir lesendur að fyrirmyndum og máta sig inn í aðstæður sögupersónanna. Hvetjum foreldra til að kíkja á bókasafnið eða í bókaskápinn heima.
Meira ...

Öskudagurinn í skólanum

10/02/16
Allskyns kynjaverur fylltu ganga og stofur skólans í dag. Mikið líf og fjör var í báðum húsum eins og venjan er á þessum degi. Í yngri deild var slegið upp balli þar sem nemendur í eldri deild stýrðu þeim yngri í dansi. Þá fóru nemendur í íþróttahúsið þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og í verðlaun voru spil fyrir bekkinn. Söngkeppni 6. bekkjar var einnig haldin og bara Sigríður Ragnarsdóttir úr 6. US sigur úr býtum. Í 2. sæti var Aþena Rún Kolbeins úr 6. EH og í því 3. var Ásdís Rán Kolbeinsdóttir í KMH. Í eldri deild var farið í kónga og svo voru leikir og atriði á sal.
Meira ...

Óskilamunir

03/02/16Óskilamunir
Hér hefur safnast upp mikið magn af óskilamunum síðan skóla hófst í haust. Endilega kíkið á þá í báðum deildum og athugið hvort börn ykkar eigi eitthvað af þessum verðmætum. Þá er líka mjög mikið í íþróttahúsinu.
Meira ...

Síða 47 af 86

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira