logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Opið hús Skólaskrifstofu-Metnaður foreldra

21/01/16Opið hús Skólaskrifstofu-Metnaður foreldra
Fyrsta Opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 27. janúar klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Eins fram hefur komið, er á opnum húsum lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Ráð sem foreldrar, systkin, ömmur og afar, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér. Að þessu sinni mun Wilhelm Norfjörð sálfræðingur fjalla um metnað foreldra í þágu barna sinna. Á barnið mitt að komast í landsliðið? Á barnið mitt að fá 9,5+ í öllum greinum? Á barnið mitt að geta það sem ég gat ekki? Eigum við að daga úr metnaði barnsins okkar ef okkur finnst hann fara út fyrir okkar mörk? Hvar eru mörkin ?Sannleikurinn er sá að þessu er erfitt að svara en hér verða nefndir margir áhrifavaldar sem hafa áhrif á kröfur okkar. Foreldrar geta verið öruggari með þann gullna meðalveg sem þeir hafa valið barni sínu í kröfum og metnaði ef þeir skoða málið út frá mörgum sjónarhornum. Wilhelm Norðfjörð hefur áratuga reynslu af því að sinna fræðslu fyrir foreldra og aðra uppalendur auk þess sem hann hefur haldið mörg námskeið um samskipti foreldra og barna.Áhugavert innlegg sem á sannarlega erindi til þeirra er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu eru alltaf haldin síðasta miðvikudag í mánuði yfir veturinn, í Listasal Mosfellsbæjar frá klukkan 20:00 - 21:00. Athugið að gengið er inn austan megin (Háholtsmegin). Aðgangur er ókeypis og öllum opinn
Meira ...

Börnin okkar í umferðinni

14/01/16
Rétt er á nýju ári að rifja upp með börnum helstu umferðarreglur sem þau þurfa að þekkja og nýta sér til að tryggja öryggi sitt í umferðinni. Kennum börnum öruggustu leiðina milli heimilis og skóla öruggustu leiðina milli heimilis og vina öruggustu leiðina milli heimilis og tómstundaiðkunar að öruggasta leiðin er sú leið þar sem farið er yfir fæstar götur að nota endurskinsmerki að fara yfir gangbraut að nota gangbrautarljós að fara yfir vegi þar sem hvorki er gangbraut né gangstétt að nota öryggisbúnað í bíl reglur í kringum skólabíl og strætó að nota öryggisbúnað á reiðhjóli, hlaupahjóli og línuskautum að leika á öruggum leiksvæðum
Meira ...

Jólaskemmtanir

14/01/16
Jólaskemmtanir eldri og yngri deildar voru að venju síðasta skóladag fyrir jólafrí. Nemendur mættu í stofu til umsjónarkennara í sínu fínasta pússi, margir skiptust á gjöfum, hlustuðu á jólatónlist, fóru í leiki eða spiluðu áður en haldið var fram á sal þar sem dansað var í kringum jólatréð. Í eldri deild voru skemmtiatriði þar sem nokkrir nemendur stigu á stokk, sungu, dönsuðu og spiluðu á hljóðfæri. Að lokum var haldið diskótek. Yngri deildin fékk jólasveina í heimsókn, kórinn söng og nemendur í 5. bekk sáu um helgileik. Eins og sjá má á myndunum var afar skemmtilegt.
Meira ...

Laxneshátíð í Varmárskóla

16/12/15
Þann 10. desember var haldin hátíð hér í Varmárskóla í tilefni af 60 ára afmæli Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands færði börnum landsins dagskrána -Þegar lífið knýr dyra- um börn á þröskuldi fullorðinsára í verkum Halldórs Laxness að gjöf fyrir hönd Gljúfrasteins og Radda- samtaka um vandaðan upplestur og framsögn. Baldur Sigurðsson dósent flutti erindi um texta Halldórs sem valdir voru í heftið -Þegar lífið knýr dyra. Nemendur Varmárskóla sungu og fluttu texta Halldórs. Þeir stóðu sig allir mjög vel og voru skólanum til sóma.
Meira ...

Rithöfundar í heimsókn

16/12/15
Rithöfundar hafa verið duglegir að heimsækja skóla landsins og lesa upp úr bókum sínum og fékk yngri deildin heimsóknir frá þremur rithöfundum nú fyrir jól. Þetta voru þeir Gunnar Helgason sem las upp úr bók sinni Mamma klikk, Guðni Líndal sem las úr bókinni Leyndardómur erfingjans og Ævar Þór vísindamaður sem gefur út bókina Þín eigin goðsaga. Myndir eru á myndasíðu.
Meira ...

6. JV og 6. EHS í Vin

14/12/15
Það er gaman að fara í útistofuna Vin á aðventunni. Krakkarnir í 6. JV og 6. EHS fóru í góðu veðri í síðustu viku, sungu jólalög og þáðu kakó og piparkökur hjá Margréti útikennara. Þetta var mjög skemmtilegt. Sjá myndir á myndasíðu.
Meira ...

Jólaskemmtun yngri deildar 18. desember

14/12/15
Föstudaginn 18. desember eru stofujól og jólaskemmtun í yngri deild. Skóli hefst hjá öllum kl. 08.10 en lýkur fyrr en vanalega eða kl. 12.10. Jólaskemmtanir hefjast kl. 8.15. Boðið er upp á gæslu í skólanum til kl. 13.00. Frístundasel er síðan frá 13.00-17.00. Ávextir eru ekki þennan dag og hvetjum við nemendur til að taka með sér hollt nesti EN það má taka með sér „óhollt nesti“ eins og smákökur og gosdrykki (helst litlar dósir). Hádegismatur verður fyrir nemendur sem skráðir eru í mötuneyti. Rútur fara kl. 12.25 fyrir þá sem fara ekki í gæslu og kl. 13.10 fyrir þá sem fara ekki í Frístundasel. Frístundarrútan fer svo að venju kl. 16.00. Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.
Meira ...

Jólaball eldri deildar 17. desember

14/12/15
Jólaball nemenda eldri deildar Varmárskóla verður fimmtudaginn 17. desember, klukkan 19:00– 22:00. Hefðbundinn skóladagur verður að morgni og fram eftir degi. Nemendur mæta stundvíslega klukkan 19:00 í stofur til umsjónarkennara. Hver bekkur snæðir saman í stofunum sínum og á svo sameiginlega jólastund. Nemendum er heimilt að koma með að hámarki ½ lítra af gosi og smákökur/sælgæti í hófi. Rétt er að taka fram að orkudrykkir eru bannaðir í skólanum. Þá munum við dansa í kringum jólatréð og vera með skemmtiatriði á sal í framhaldinu. Að lokum verður svo jóladiskó til klukkan 22:00. Munið að tilkynna forföll ef nemendur komast ekki á jólaskemmtunina. Við beinum líka þeim vinsamlegu tilmælum til ykkar að þið sækið börnin ykkar að jólaballi loknu. Skólahald hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 5. janúar 2015.
Meira ...

Jólatónleikar Skólakórs Varmárskóla.

10/12/15Jólatónleikar Skólakórs Varmárskóla.
Skólakór Varmárskóla verður með jólatónleika í sal Varmárskóla sunnudaginn 13. desember klukkan 17:00. Börn og unglingar á aldrinum 8 – 16 ára flytja fjölbreytt úrval jólalaga. Ásdís Arnalds syngur einsöng með kórnum. Hátíðleg stund á aðventunni.
Meira ...

Gjöf til barna landsins í tilefni af 60 ára afmæli Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness

08/12/15Gjöf til barna landsins í tilefni af 60 ára afmæli Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness
Verið velkomin í Varmárskóla í Mosfellsbæ hinn 10. desember 2015 kl. 13.00. Þann dag eru liðin 60 ár frá því Halldór Laxness veitti Nóbelsverðlaununum viðtöku. Af því tilefni mun Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands færa börnum landsins dagskrána "Þegar lífið knýr dyra – um börn á þröskuldi fullorðinsára í verkum Halldórs Laxness" að gjöf fyrir hönd Gljúfrasteins og Radda – samtaka um vandaðan upplestur og framsögn.
Meira ...

Síða 48 af 86

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira