logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Grænlenskir nemendur í heimsókn

29/09/15Grænlenskir nemendur í heimsókn
Varmárskóli fékk á dögunum góða heimsókn frá Narsaq á Grænlandi. Hópurinn samanstóð af 20 börnum og 4 kennurum, krakkarnir eru 13 ára gamlir. Grænlenskir skólar standa fyrir þessum námsferðum með grænlenska krakka, en allir nemendur fara í slíka ferð einu sinni á grunnskólagöngu sinni. Algengasti aldurinn er 11-13 ára. Þessar ferðir eru farnar til þess að víkka sjóndeildahring grænlenskra barna þar sem Grænland er heimurinn og allt utan þess er mjög framandi fyrir þau. Þetta er einnig hluti af aðlögun fyrir þau þar sem ef Grænlendingar vilja mennta sig frekar eftir grunnskólagöngu sína þá þurfa börn að fara 16 ára gömul til Danmerkur í framhalds- og háskóla.
Meira ...

Heimanámsaðstoð Rauði Krossinn

17/09/15Heimanámsaðstoð Rauði Krossinn
Sjálfboðaliðar aðstoða börn í 3. - 6.bekk með heimanám og skólaverkefni. Létt og afslappað andrúmsloft þar sem hver og einn fer á eigin hraða. Tilvalið fyrir börn með námsörðugleika, eða hafa íslensku sem annað tungumál - nú eða bara vilja klára lærdóminn snemma í vikunni.
Meira ...

Frístundatilboð í vetur

17/09/15Frístundatilboð í vetur
Margt er í boði fyrir börn og ungmenni í Mosfellsbæ. Á síðunni okkar frístundatilboð má sjá það helsta sem skólinn hefur verið beðinn um að koma á framfæri við börn og foreldra. Endilega kíkið á úrvalið.
Meira ...

Fyrsti skóladagurinn í blíðskaparveðri

31/08/15Fyrsti skóladagurinn í blíðskaparveðri
Fyrsti skóladagurinn á þessu skólaári var miðvikudaginn 26.ágúst 2015 í blíðskaparveðri. Hér má sjá myndir af hressum krökkum úti í góða veðrinu.
Meira ...

Innkaupalistar komnir!

19/08/15Innkaupalistar komnir!
Innkaupalistar fyrir skólaárið 2015-2016 eru komnir hér inn á heimasíðuna fyrir alla árganga.
Meira ...

Óskilamunir frá síðasta vetri

19/08/15Óskilamunir frá síðasta vetri
Hér hjá okkur í yngri deild er mikið magn óskilamuna frá síðasta vetri. Endilega kíkið við og athugið hvort þið eigið eitthvað af þessu fyrir mánudaginn næstkomandi. Það sem eftir verður fer til Rauða krossins.
Meira ...

Mötuneyti Varmárskóla

14/08/15Mötuneyti Varmárskóla
Foreldrar/forráðamenn athugið. Mikilvægt er að sækja um mötuneyti við Varmárskóla sem fyrst. Sé óskað eftir að nemendur verði í mötuneyti og/eða ávaxtabita í vetur skal sækja um fyrir 1. september. Umsóknir sem berast eftir það, munu taka í gildi 1. október.
Meira ...

Skólasetning Varmárskóla 2015

11/08/15Skólasetning Varmárskóla 2015
Þriðjudaginn 25. ágúst verður Varmárskóli settur. Árgangar 2-10 bekkur mæta á setningu fyrir hádegi og má sjá tímasetningarhér. 1. bekkja nemendur verða boðaðir ásamt foreldrum í viðtöl hjá umsjónarkennurum sem fara fram mánudaginn 24. og 25. ágúst. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá 1.-10. bekk miðvikudaginn 26. ágúst.
Meira ...

Sumarfrí

13/07/15Sumarfrí
Skrifstofa skólans er lokuð frá 20. júní til 6. ágúst 2015. Skólasetning næsta skólaárs 2015-2016 verður þriðjudaginn 25. ágúst og tímasetningar verða auglýstar hér á þessari síðu sem og í Mosfellingi þegar nær dregur. Umsóknir um skólavist og skráningar í frístundasel og mötuneyti fara fram á íbúagátt: https://ibuagatt.mosfellsbaer.is/
Meira ...

Varmártíðindi - fréttablað Varmárskóla komið út

15/06/15Varmártíðindi - fréttablað Varmárskóla komið út
Varmártíðindi, fimmta tölublað og jafnframt það síðasta á þessu skólaári er komið út. Í blaðinu má lesa það helsta sem bar af í skólastarfinu á vorönninni. Blaðið má finna hér.
Meira ...

Síða 49 af 84

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira