logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Litla upplestrarkeppnin hjá 4. ÁH

11/05/15Litla upplestrarkeppnin hjá 4. ÁH
Þann 28. apríl var Litla upplestrarkeppnin haldin hátíðleg hjá 4 ÁH. Markmið keppninnar er að hver og einn bæti árangur sinn í upplestri og sé því í raun og veru að keppa við sjálfan sig til að ná því takmarki. Börnin eru búin að æfa sig í upplestri síðan í nóvember, nánar tiltekið daginn eftir dag íslenskrar tungu 16. nóvember. Börnin lásu ljóð og sögur, ýmist ein , nokkur saman eða í talkór.
Meira ...

7. bekkur í textíl

06/05/157. bekkur í textíl
7.bekkur hefur í vetur verið að prjóna og hanna á sig húfur og þæfa villt dýr í textíl. Hér eru nokkrar myndir af nemendum og afrakstri þeirra.
Meira ...

Myndmenntarval á útskriftarsýningu

06/05/15Myndmenntarval á útskriftarsýningu
Nemendur í myndmenntarvali 9.bekkjar fóru ásamt Betu myndlistakennara á útskriftarsýningu nemenda Listaháskóla Íslands í Hafnarhúsinu síðastliðinn mánudag. Margt áhugavert var þar að sjá í vöruhönnun, grafískri hönnun, fatahönnun, myndlist og arkitektúr. Mælum við eindregið með að fleiri kíki á sýninguna áður en henni lýkur, sem er n.k. sunnudag 10.maí.
Meira ...

Krufning hjá 10.bekk

06/05/15Krufning hjá 10.bekk
Nú nýverið krufu nemendur í 10. bekk skólans brjóstholslíffæri úr svínum. Markmið krufningarinnar var að nemendur fengju að sjá innyfli dýra og snerta og um leið að átta sig á hvernig líffæri líta út. Nemendur voru einstaklega áhugasamir, tóku þátt og unnu samviskusamlega að verkefnum sínum. Nokkrir höfðu á orði hve þeir lærðu mikið á að skoða þetta svona, ræða saman og vinna verkefni, þetta væri svo miklu skemmtilegra og lærdómsríkara en að vinna verkefni í bókinni og það segir meira en mörg orð. Sjá myndir hér á myndasíðunni.
Meira ...

Val hjá unglingadeild

06/05/15Val hjá unglingadeild
Nú er komið að því að nemendur í 8. - 10.bekk hugi að valgreinum fyrir næsta skólaár. Valbókina má finna á þessari síðu ásamt valblöðum. Foreldrar eru beðnir um að aðstoða nemendur að vanda og ígrunda valið vel.
Meira ...

Rithöfundaheimsókn í eldri deild

08/04/15Rithöfundaheimsókn í eldri deild
Í dag fengu nemendur í 7.-8. bekk heimsókn frá rithöfundunum Kjartani Yngva Björnssyni og Snæbirni Brynjarssyni. Þeir félagar eru höfundar Þriggja heima sögu sem er fyrsti íslenski furðusagnaflokkurinn en árið 2012 hlutu þeir íslensku barnabókaverðlaunin fyrir frumraun sína Hrafnsauga. Kjartan og Snæbjörn hafa nokkrum sinnum áður heimsótt Varmárskóla og m.a. oftar en einu sinni tekið þátt í kennslu í fantasíuvalinu í eldri deild.
Meira ...

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

27/03/15Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
Fimmtudaginn 26. mars var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar haldin í sal Lágafellsskólar. Síðan á degi íslenskar tungu þann 16. nóvember hafa íslenskukennarar skólans þjálfað nemendur í upplestri en fyrr í mánuðinum var haldin undankeppi þar sem þau Máni, Dagbjört, Ástrós, Patrekur Orri og Metta voru valin til að taka þátt í lokakeppninni fyrir hönd skólans.
Meira ...

Páskaleyfi Varmárskóla

27/03/15Páskaleyfi Varmárskóla
Páskaleyfi Varmárskóla hefst mánudaginn 30. mars. Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 7. apríl samkvæmt stundaskrá GLEÐILEGA PÁSKA
Meira ...

Vorhátíð Varmárskóla

26/03/15Vorhátíð Varmárskóla
Nemendur yngri deildar Varmárskóla héldu sína árlegu Vorhátíð 18. og 19. mars. Alls voru fjórar sýningar þar sem hver bekkur var með atriði. Nemendur í 6. bekk höfðu veg og vanda að sýningum og stóðu sig með mikilli prýði sem og allir sem komu fram. Ágóði sýninganna rennur til 6. bekkja sem fara í óvissuferð í vor.
Meira ...

Nemendur fylgdust með sólmyrkvanum

20/03/15Nemendur fylgdust með sólmyrkvanum
Það ríkti mikil spenna í skólanum þegar von var á sólmyrkvanum 20. mars. Nemendur og starfsfólk skólans fékk vönduð gleraugu að gjöf sem komu að góðum notum. Nemendur fengu að vera með síma með sér til að taka myndir af þessum merka viðburði. Þess má geta að von er á almyrkva árið 2026. Á myndasíðunni má sjá myndir sem teknar voru að þessu tilefni.
Meira ...

Síða 51 af 84

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira