logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

2. bekkur í útikennslustofunni Vin

24/05/12

2bekkur_vin_mai (21) (800x600)Miðvikudaginn 23. maí fórum börnin í 2. bekk í Vin. Þar settu þau niður kartöflur og fóru í námsleiki. Allir skemmtu sér mjög vel í blíðskapar veðri. Sjá myndir: 2.bekkur Vin-maí.

Meira ...

Vortónleikar Skólakórs Varmárskóla

23/05/12

Í Hörpu 1Skólakór Varmárskóla heldur vortónleika í sal Varmárskóla miðvikudaginn 23. maí klukkan 18:00. Um 70 – 80 börn og unglingar hafa tekið þátt í kórstarfinu í vetur sem hefur verið mjög blómlegt. Meðal annars kom kórinn fram í Hörpu ásamt Skólahljómsveit Mosfellsbæjar á

Meira ...

Fjallabræður í Varmárskóla

17/05/12

Ma_16_008Hljómsveitin Fjallabræður á Þjóðhátíðarlagið í ár og hefur á undanförnum vikum ferðast um landið í þeirri von að taka upp söng 10% þjóðarinnar. Miðvikudaginn 16. maí komu þeir félagar í Varmárskóla og kenndu krökkunumí eldri deild og hluta af yngri deild viðlagið við  Þjóðhátíðarlagið sem um ræðir. Krakkarnir tóku hressilega undir í upptökunum og það var virkilega gaman að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Sjá myndir á myndasíðunni - Fjallabræður

Meira ...

1.BI á ferð og flugi í vettvangsferðum

16/05/12

1bi_i_heimsokn_hja_™ssuri (2)1. BI hefur verið duglegur að fara í vettvangsferðir. Fóru þau meðal annars í heimsókn í Össur. Þar fengu þau að skoða „alvöru“ gervifót. Einnig fór þau í Sorpu en þau fóru með flöskur og dósir í endurvinnsluna. Tekið var vel á móti þeim enda eru þau dugleg að hugsa um umhverfið sitt. Einnig fóru krakkarnir í fróðlega og skemmtilega heimsókn í Papco.

 

Myndir frá þessum heimsóknum eru á myndasíðunni undir: 1-BI í Papco, 1-BI í Sorpu og 1-BI í Össur. 

 

Meira ...

Nemendur Varmárskóla kveðja Grétu Salome og Jónsa

14/05/12

Torgid (5)Föstudaginn 11.maí tókum við í Varmárskóla þátt í að kveðja Eurovisonfarana GrétuSalome og Jónsa á bæjartorginu ásamt öðrum skólum og leikskólum bæjarins.

Meira ...

Samvinna í 1.bekk og leikskóladeild

04/05/12

1b_og_leikskoladeildin_uti (19)Börnin í 1. bekk og leikskóladeildinni, þau sem eru í smíðahópnum, voru í útikennslustofunni Vin. Börnin tálguðu spýtur og fengu að grilla pylsur, sykurpúða og brauð. Einnig var boðið upp á heitt kakó. Sjá myndir á myndasíðunni: Tálgað úti

Meira ...

2.bekkur í Vin

01/05/12

2b_i_vin_april12 (10)Miðvikudaginn 25. apríl fór 2 ÁH og 2 SBT í Vin. Bekkjunum var skipt upp í fjóra hópa og fór hver hópur á fjóra mismunandi stöðvar. Á stöðvunum var farið í ýmsa námsleiki. Veðrið var mjög gott og börnin nutu útiverunnar.Sjá fleiri myndir á myndasíðunni: 2.bekkur í Vin

Meira ...

4.JV á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands

30/04/12

4jv_ferd_i_horpu (6)Ár hvert heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands vandaða og metnaðarfulla skólatónleika og býður grunnskólanemendum að koma og hlusta. Að þessu sinni báru tónleikarnir yfirskriftina Úti í náttúrunni  og voru haldnir í Eldborgarsalnum í Hörpu. Halldóra Geirharðsdóttir fór á kostum í hlutverki kynnis og einnig túlkaði hún tónverkin. Krakkarnir í 4. JV fóru ásamt Jóhönnu umsjónarkennara, Úrsúlu og Helgu á þessa skemmtilegu tónleika. Þau fengu sæti í Eldborgarsalum á mjög góðum stað, sátu á 4. bekk.

Sinfóníuhljómsveitin, ásamt Halldóru náði mjög vel til barnanna. Halldóra útskýrði tónverkin og túlkaði svo hlustendurnir áttuðu sig vel á því, um hvað tónverkin fjalla. Í einu verkinu benti hún hlustendunum t.d. á að hlusta eftir býflugu. Hún byrjaði í fiðlunum, fór svo yfir í flauturnar og þannig var hægt að fylgjast með henni á ferð sinni um hljómsveitina. Þetta var í alla staði frábær ferð.

Meira ...

Opið hús - Raddir ungmenna

25/04/12

Komið er að síðasta Opna húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar þennan veturinn og verður það haldið miðvikudaginn 25.apríl klukkan 20:00 í Listasal Mosfellsbæjar.

Að þessu sinni heyrum við raddir ungs fólks í Mosfellsbæ. Ungir Mosfellingar ætla að segja okkur hvernig var að alast upp í Mosfellsbæ.

Meira ...

1-BI hannar blóm úr verðlausu efni

24/04/12

1bi_endurvinnsla (1)Nemendur í 1-BI unnu að flottu verkefni sem er umhverfisvænt. Þau hönnuðu blóm úr verðlausu efni. Sjá má myndir á myndasíðunni undir 1-BI endurvinnur.

Meira ...

Síða 68 af 86

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira