logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Nemendur og kennarar frá Riga í Lettlandi í heimsókn

23/04/12

comenius_heimsoknVikuna 9. – 14. apríl komu 15 nemendur og 4 kennarar frá Riga í Lettlandi í heimsókn í Varmárskóla. Nemendurnir sem komu voru að endurgjalda heimsókn sem við fórum í í febrúar. Haldið var  áfram að vinna að verkefninu sem nemendur beggja landanna hafa unnið að í vetur.

Meira ...

Virkt foreldrafélag við Varmárskóla

20/04/12

Við Varmárskóla starfar virkt foreldrafélag. Við viljum vekja athygli á starfsemi þess en á heimasíðunni undir foreldrar má skoða skorkort félagsins, fréttabréf og erindi sem félagið hefur verið að vinna í.

Meira ...

Skákmót 3.bekkja

20/04/12

3b_skakmot (7)Miðvikudaginn 18.apríl, síðasta vetrardag, fór fram verðlaunaafhending í 3. árgangi á afmælisskákmóti Varmárskóla.

Í það heila tóku 139 nemendur þátt í mótinu 62 stúlkur og 77 drengir úr 3.,4.,5. og 6.árgangi. Nemendur sem voru í fyrsta sæti, í fyrrgreindum árgöngum keppa næstu vikur um farandbikarinn. sjá myndir á myndasíðu undir skákmót.

Meira ...

Nemendur úr 3. og 4.bekk Krikaskóla í heimsókn

12/04/12

3b_utikennsla 12Dagana 12. og 13. apríl komu börn úr 3. og 4. bekk í Krikaskóla í heimsókn. Þau komu strax í morguninn og voru með krökkunum fram yfir hádegi. Þetta var skemmtileg heimsókn og brölluðu krakkarnir ýmislegt saman. Krakkarnir fóru öll í útikennslustofuna Vin og fóru þar í leiki og fengu m.a. kakó sem þau hituðu á eldinum.  Einnig unnu þau verkefni inni í skóla, lærðu nöfnin á hvort öðru og nemendur í 3.bekk fóru í heimilisfræði. Sjáið fleiri myndir á myndasíðunni undir "Krikaskóli í heimsókn".

Meira ...

Úti að fegra umhverfið

10/04/12

1b_ad tyna_rusl AKrakkarnir í 1. BI voru úti að tína rusl, þau voru aðallega að leita að dósum og flöskum til að selja í enduvinnslunni, en þau fundu ýmislegt annað.

Meira ...

Smiðjur á þemadögum í yngri deild

03/04/12

yd_draugasogur (5)Eftir að þemadögunum lauk eru smám saman að koma í ljós afrakstur skemmtilegrar vinnu hjá nemendum. Föstudaginn 31.mars voru afhent verðlaun fyrir draugasögur sem nemendur í 5. og 6. bekk unnu hjá Stefáni kennara. Verðlaunað var bæði fyrir sögur og myndir sem nemendur unnu og hrepptu 20 nemendur páskaegg í vinning. Á myndasíðunni (draugasögur) má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni ásamt verðlaunamyndum. Sögurnar sjálfar verða birtar og listann yfir verðlaunahafa má lesa hér.

Meira ...

Páskar 2012

30/03/12

Starfsfólk Varmárskóla óskar nemendum og fjölskydum þeirra gleðilegra páska.

 

Páskafrí Varmárskóla er frá frá 2. til 9. apríl.

Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 10. apríl.

 

Betri er lítill fiskur en tómur diskur

Meira ...

Árshátíð 7.bekkja

29/03/12

7b_arshatid_2012 (23)Miðvikudaginn 21. mars var árshátíð 7.bekkinga haldin. Þemað var glamúr og glæsileiki og höfðu nemendur unglingadeilda unnið á þemadögum við að gera árshátíðina sem glæsilegasta. Eins og sjá má á myndunum  (7.bekkur - árshátíð) þá skemmtu krakkarnir sér konunglega.

Meira ...

Frábær árangur nemenda Varmárskóla í stærðfræðikeppni Borgarholtsskóla

28/03/12

staerdfraedikepnni (5) (800x600)Nemendum úr 9. og 10. bekk sem höfðu áhuga á að taka þátt í stærðfræðikeppni í Borgarholtsskóla fyrir grunnskólanemendur úr Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti og Mosfellsbæ bauðst að taka þátt undir dyggri leiðsögn Díönu Jósefsdóttur stærðfræðikennara. Stærðfræðikennarar við Borgarholtsskóla stóðu fyrir keppninni en tíu efstu nemendunum er boðin niðurfelling skólagjalda á fyrstu önninni ef þeir koma í Borgarholtsskóla.

Á myndinni má sjá stolta verðlaunahafa ásamt Díönu Jósefsdóttur og Þórhildi Elfarsdóttur skólastýru Varmárskóla við verðlaunaafhendinguna.

Meira ...

Árshátíð 8.-10.bekkja Varmárskóla

23/03/12

arshatid_ed_2012 (126) (800x533)Árshátíð 8.-10. bekkjar var haldin fimmtudaginn 22. mars. Þema kvöldsins var gull og glamúr og höfðu nemendur og starfsfólk skólans notað þemadagana fyrr í vikunni til að breyta skólanum í sannkallaðan veislusal.

Að þessu sinni var borðhaldið á efri hæð skólans. Nemendur gæddu sér á glæsilegum veitingum sem Hansi kokkur reiddi fram og starfsfólk skólans þjónaði til borðs. Á meðan voru ýmis skemmtiatriði, svo sem kór drengja úr 10. bekk, árlegur annáll 10. bekkjar og myndband með hóp kennara í aðalhlutverki. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir besta hárið, bjartasta brosið, gáfnaljósið o.fl. Einnig voru herrar og ungfrúr valdar í hverjum árgangi. Að loknum eftirrétti héldu gestir á neðri hæðina sem var sérstaklega glæsilega skreytt í ár. Þar var boðið upp á óvænt skemmtiatriði en strákarnir í Bláum ópal komu og tóku lagið við góðar undirtektir. Að því loknu mætti plötusnúðurinn Heiðar Austmann og þeytti skífum. Nemendur skemmtu sér mjög vel og dönsuðu fram til klukkan ellefu auk þess sem margir lögðu leið sína í myndatökuherbergið sem hafði verið undirbúið sérstaklega og létu taka af sér árshátíðarmyndir.

Brot myndanna má sjá á myndasíðu skólans.

Meira ...

Síða 69 af 86

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira