logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Líf og fjör á þemadögum

31/10/19Líf og fjör á þemadögum
Það var líf og fjör í skólanum okkar á þemadögum þar sem yfirskriftin var Vísindi og tækni. Það er óhætt að segja að allir hafi fengið eitthvað við sitt hæfi. Börnin ykkar voru til fyrirmyndar og komu að sjálfsögðu að undirbúningi. Við lítum svo á að þemadagar gefi okkur tækifæri til að brjóta upp hefðbundið skólastarf með því að horfa vítt og breytt á lífið og tilveruna, framtíðina og fortíðina og síðast en ekki síst að ýta undir, lýðræði og jákvæðan skólabrag. Nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn eru sammála um að vinnan þessa daga hafi verið einstaklega, fjölbreytt, lærdómsrík og skemmtileg og gildin okkar svo sannarlega verið höfð að leiðarljósi – Virðing – Jákvæðni - Framsækni - Umhyggja.
Meira ...

Verðlaun í sögusamkeppni

23/10/19Verðlaun í sögusamkeppni
Hrafnhildur Sara Hauksdóttir er í 3. bekk í Varmárskóla. Hún vann sögusamkeppni KÍ fyrr í þessum mánuði. Fjögurhundruð sögur bárust dómnefndinni og var saga Hrafnhildar valin besta sagan í 1.-4. bekk en keppt var í fimm flokkum. Hér er Hrafnhildur með viðurkenningarskjalið, en hún hlaut að auki blómvönd og spjaldtölvu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn 4. október á Bókasafni Kópavogs.
Meira ...

Vetrarleyfi og starfsdagur

23/10/19
24. og 25. október eru vetrarleyfisdagar hér í Varmárskóla og starfsdagur mánudaginn 28. Skóli hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 29. október.
Meira ...

Forseti Íslands í heimsókn á Forvarnardegi

04/10/19Forseti Íslands í heimsókn á Forvarnardegi
Það var sönn ánægja fyrir nemendur og starfsfólk Varmárskóla að fá Guðna TH. Jóhannesson í heimsókn í gær. Það var gleði í hverju andliti og Guðna fagnað eins og rokkstjörnu, eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Meira ...

Skólahlaup UMSK

03/10/19Skólahlaup UMSK
Í dag fór skólahlaup UMSK fram. Varmárskóli átti nokkra verðlaunahafa. Í fjórða árgangi drengja kom fyrstur í mark Róbert Huldar í 4.ÞK og í fjórða árgangi stúlkna var Marín í 4.SBP í í öðru sæti.
Meira ...

Staða framkvæmda og viðhalds

02/10/19
Það hafa margháttaðar endurbætur og viðhald átt sér stað í húsum Varmárskóla frá því í sumarbyrjun. Staða framkvæmda og fleiri atriði hafa verið til kynningar á sérstökum fundum með hverjum árgangi fyrir sig þar sem fulltrúar umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU hafa greint frá stöðu framkvæmda. Mæting á þessum fundum var góð og í lok þeirra var boðið uppá skoðunarferð um húsin.
Meira ...

Facebook síða bókasafnsins í yngri deildinni

04/09/19
Stofnuð hefur verið facebook síða, Skólasafn Varmárskóla, fyrir bókasafn yngri deildar. Tilgangurinn með síðunni er að veita foreldrum, kennurum og öðru áhugafólki um skólabókasöfn smá innsýn inn í starfsemi safnsins. Á síðunni verða birtar upplýsingar um hvað er í gangi á bókasafninu ásamt skemmtilegum og fræðandi molum um bækur og lestur. Ekki verða birtir myndir af nemendum þar.
Meira ...

Skólaakstur - skráning nemenda

27/08/19
Skólaárið 2019-2020 verður sú nýbreytni höfð á skólaakstri til og frá Varmárskóla að skrá verður nemanda í skólaakstur. Skólaaksturinn er, líkt og áður, nemendum að kostnaðarlausu en keyrt er úr Mosfellsdal, Helgafellslandi, Reykjahverfi og Leirvogstungu.
Meira ...

Skólasetning 23. ágúst - kennsla hefst 26. ágúst.

14/08/19
Varmárskóli verður settur á sal eldri deildarinnar föstudaginn 23. ágúst, sjá nánari tímasetningar hér að neðan. Nemendur í 1.bekk verða boðaðir í viðtöl hjá umsjónarkennurum áður en skóli hefst.
Meira ...

Takk fyrir veturinn

12/06/19
Þökkum samstarfið í vetur og vonum að þið hafið það sem allra best í sumar Skólasetning í skólanum verður föstudaginn 23. ágúst.
Meira ...

Síða 2 af 7

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira