logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Afmælistónleikar Skólakórs Varmárskóla

03/05/19
Afmælistónleikar Skólakórs Varmárskóla verða haldnir laugardaginn 4.maí klukkan 16:00 í Guðríðarkirkju. Aðgangseyrir er 2.000kr.
Meira ...

Fjölmenningarhátíð í Kjarna – Multicultural Festival

30/04/19
Laugardaginn 11 maí kl. 13:00-16:00 efna Bókasafn Mosfellsbæjar, Rauði krossinn og fleiri aðilar til fjölmenningahátíðar í Kjarna. Kjörið tækifæri til að kynnast mismunandi menningu, styrkja fjölbreytileikann og treysta böndin.
Meira ...

Upplýsingafundur bekkjarfulltrúa í Varmárskóla

29/04/19Upplýsingafundur bekkjarfulltrúa í Varmárskóla
Þann 29. apríl var boðað til upplýsingafundar bekkjarfulltrúa í Varmárskóla. Á fundinn mættu um 60 foreldrar og um 40 starfsmenn. Á fundinum var í upphafi farið breitt yfir sviðið og fundurinn opnaður af skólastjórum og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar.
Meira ...

Samstarf milli Varmárskóla og Varmás - Skólavörur

29/04/19Samstarf milli Varmárskóla og Varmás -  Skólavörur
Nú er að hefjast samstarf milli Varmárskóla og Varmás – Skólavörur um að útvega búnað frá SMART og Prowise til þess að kenna forritun. Þetta eru mismunandi aðferðir og byggjast á því að nota spjaldtölvur eða gagnvirka skjái. Hér að neðan er sagt stuttlega frá þessum tveimur leiðum.
Meira ...

Að láta gott af sér leiða

12/04/19Að láta gott af sér leiða
Nemendur 9.bekkjar í Varmárskóla unnu að þemaverkefni í vetur. Verkefnið sem bekkurinn fékk í hendurnar var að láta gott af sér leiða.
Meira ...

Viðurkenningar fyrir góðan árangur

12/04/19Viðurkenningar fyrir góðan árangur
Viðurkenningar voru veittar á sal eldri deildar þeim nemendum sem hafa skarað fram úr í hinum ýmsu keppnum fyrir hönd skólans/Bólsins það sem af er skólaárinu.
Meira ...

Skólakór Varmárskóla verður 40 ára

10/04/19Skólakór Varmárskóla verður 40 ára
Skólakór Varmárskóla verður 40 ára á þessu ári, en kórinn var stofnaður árið 1979. Af þessu tilefni verða afmælistónleikar í Guðríðarkirkju laugardaginn 4. maí kl. 16:00. Mosfellingar eru hvattir til að taka daginn frá og hlusta á alla þessa frábæru krakka í kórnum okkar.
Meira ...

Vel lukkuð árshátíð 2019

08/04/19
Árshátíð eldri deildar var glæsileg að vanda þar sem starfsfólk sá um að þjóna nemendum til borðs. Góður rómur var gerður að matnum, salurinn var hátíðlega skreyttur og nemendur mættu prúðbúnir á glæsilega hátíð. Undirbúningurinn var í höndum 10. bekkja, Hönnu Maríu og Rakelar umsjónarmanna félagsstarfs skólans, Gróu og Helgu skólaliða og Betu myndmenntakennara.
Meira ...

Gleði á íþróttadeginum

04/04/19Gleði á íþróttadeginum
Mikil gleði í íþróttahúsinu á íþróttadeginum í dag. Nemendur og starfsfólk kepptu í hinum ýmsu greinum við mikinn fögnuð áhorfenda. Íþróttakennararnir okkar eiga hrós skilið fyrir vel heppnaðan dag.
Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin

04/04/19Stóra upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppnin var haldin í 21. skipti í Mosfellsbæ fimmtudaginn 28. mars. Keppnin í ár var haldin í Varmárskóla. Til leiks voru mættir 10 framúrskarandi og hæfileikaríkir upplesarar frá Lágafells- og Varmárskóla.
Meira ...

Síða 4 af 7

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira