logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Skólakór Varmárskóla verður 40 ára

10/04/19Skólakór Varmárskóla verður 40 ára
Skólakór Varmárskóla verður 40 ára á þessu ári, en kórinn var stofnaður árið 1979. Af þessu tilefni verða afmælistónleikar í Guðríðarkirkju laugardaginn 4. maí kl. 16:00. Mosfellingar eru hvattir til að taka daginn frá og hlusta á alla þessa frábæru krakka í kórnum okkar.
Meira ...

Vel lukkuð árshátíð 2019

08/04/19
Árshátíð eldri deildar var glæsileg að vanda þar sem starfsfólk sá um að þjóna nemendum til borðs. Góður rómur var gerður að matnum, salurinn var hátíðlega skreyttur og nemendur mættu prúðbúnir á glæsilega hátíð. Undirbúningurinn var í höndum 10. bekkja, Hönnu Maríu og Rakelar umsjónarmanna félagsstarfs skólans, Gróu og Helgu skólaliða og Betu myndmenntakennara.
Meira ...

Gleði á íþróttadeginum

04/04/19Gleði á íþróttadeginum
Mikil gleði í íþróttahúsinu á íþróttadeginum í dag. Nemendur og starfsfólk kepptu í hinum ýmsu greinum við mikinn fögnuð áhorfenda. Íþróttakennararnir okkar eiga hrós skilið fyrir vel heppnaðan dag.
Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin

04/04/19Stóra upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppnin var haldin í 21. skipti í Mosfellsbæ fimmtudaginn 28. mars. Keppnin í ár var haldin í Varmárskóla. Til leiks voru mættir 10 framúrskarandi og hæfileikaríkir upplesarar frá Lágafells- og Varmárskóla.
Meira ...

Brúarlandsbragur

04/04/19Brúarlandsbragur
Fyrir Vorhátíð Varmárskóla, fengu krakkarnir tilsögn í að kveða stemmur og á hátíðinni kváðu þau þennan nýja ,,Brúarlandsbrag“ eftir Gunnar J. Straumland, eftir kúnstarinnar reglum, við húnvetnska stemmu. Voru þau mjög áhugasöm, æfðu vel og stóðu sig frábærlega á Vorhátíðinni.
Meira ...

Sigurvegari í söngkeppni Samfés

26/03/19
Nemendur Varmárskóla standa sig víða vel. Á laugardaginn var söngkeppni Samfés. Fulltrúi Bólsins var Þórdís Karlsdóttir í 8. HH og stóð hún uppi sem sigurvegari kvöldsins.
Meira ...

Spurningakeppni grunnskólanna

26/03/19
Lið Varmárskóla er komið í úrslit í Spurningakeppni grunnskólanna sem fer fram í Seljaskóla miðvikudaginn 27. mars kl. 17:00. Í liðinu eru
Meira ...

Vinningshafi í teiknisamkeppni!

26/03/19Vinningshafi í teiknisamkeppni!
Tristan Ásgeir Símonarson sem er nemandi í 4. BI í Varmárskóla var einn af 12 verðlaunahöfum í teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar sem haldin er ár hvert í tenglsum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Alls bárust rúmlega 1.400 myndir í keppnina í ár og var Lilja Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra meðal þeirra sem tóku þátt í vali á verðlaunamyndunum. Við óskum Tristani innilega til hamingju með verðlaunin.
Meira ...

Góður árangur í Skólahreysti

22/03/19
Keppnin byrjaði fremur rólega hjá okkar fólki og við lentum í 7. sæti af 9 liðum í fyrstu tveimur greinunum. Það leit því leit ekki út fyrir að við myndum ná fyrstu sætunum. En keppendur tóku rösklega á og náðu 2. sæti í sínum riðli.
Meira ...

Ákveðið að gera úttekt á öllu skólahúsnæði bæjarins

21/03/19
Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 20. mars var tillaga fulltrúa D- og V- lista um úttekt á rakaskemmdum í öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar samþykkt einróma. Tillagan var eftirfarandi:
Meira ...

Síða 23 af 86

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira